Samþykktir

1. gr.    Nafn félagsins er Fjarðalistinn. Starfssvæði þess er Fjarðabyggð.

2. gr.    Markmið félagsins er að standa fyrir umræðu um málefni sveitarfélagsins í anda félagshyggju og jafnréttis og bjóða fram til sveitarstjórnar.

3. gr.    Rétt til aðildar að félaginu eiga íbúar á starfsvæðinu sem samþykkja stefnu þess og náð hafa 16 ára aldri.

4. gr.    Stjórn félagsins skipa 5 aðalmenn og 2 til vara, í stjórn skulu kynjahlutföll vera sem jöfnust. Skal hún kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórn skiptir með sér verkum.

5. gr.    Stjórn boðar til félagsfunda og skulu þeir boðaðir með minnst þriggja daga fyrirvara. Stjórn er skylt að boða til félagsfundar ef minnst 20 félagsmenn senda um það erindi til stjórnar.

6. gr.    Aðalfund skal halda eigi síðar en 20. mars ár hvert og skal til hans boða með viku fyrirvara. Fastir liðir aðalfunda skulu vera:
– Skýrsla stjórnar og framlagning endurskoðaðs ársreiknings
– Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
– Breyttingar á samþykktum félagsins
– Önnur mál

7. gr.    Félagið skal að fengnu samþykki félagsfundar bjóða fram til sveitarstjórnar. Ákveðið skal á félagsfundi með hvaða hætti valið er á framboðslista félagsins.

8. gr.    Bæjarmálaráð félagsins er skipað stjórn félagsins, framboðslista félagsins í síðustu sveitarstjórnarkosningum og fulltrúum félagsins í nefndum. Félagsfundur skal setja nánari reglur um starfsemi ráðsins. Á vegum félagsins skal svo oft sem þurfa þykir haldnir fundir um málefni sveitarfélagsins og eru þeir opnir öllum íbúum.

9. gr.    Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi, enda sé löglega til hans boðað. Tillögum að lagabreytingum skal getið í fundarboði.

10. gr.    Félaginu verður aðeins slitið ef skrifleg tillaga þess efnis berst stjórn og skal hún þá kynnt félagsmönnum fyrir næsta aðalfund. Til að slíta félaginu þurfa 2/3 hlutar félagsmanna að samþykkja tillögu þar um. Ef félaginu verður slitið skal aðalfundur ákveða hvernig eignum þess verður ráðstafað.